Ástríða í Fókus

Nafnið Fókus, félag áhugaljósmyndara er orðið mörgum kunnugt. Það er einfalt og skýrt: hér hittast þeir sem hafa brennandi áhuga á ljósmyndun, hvort sem þeir vinna við ljósmyndun eða ekki. En þegar nafnið er þýtt á ensku má draga fram áhugaverðan orðaleik sem sýnir hve tungumálið getur verið máttugt.

Ef við kynnum félagið á ensku liggur nær beinast við að segja Focus – Association of Amateur Photographers enda er enska orðið amateur í þessu samhengi þýtt sem áhugamanneskja. Þess ber þó að geta að samþykktir eða lög félagsins tilgreina ekki enskt heiti þess.

Lesa áfram „Ástríða í Fókus“

Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur

Nokkur ráð fyrir byrjendur og lengra komna

Ég byrjaði að taka myndir á Canon-vél í apríl 2022. Í september sama ár hafði ég tekið yfir 10.000 myndir.  Með þessum hraða, án reglulegrar grisjunar, fylli ég 2 TB disk á um fjórum árum, eða þrjá slíka ef ég er með tvöfalt afrit eins og margir mæla með.

Lesa áfram „Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur“

Ætlar þú að mynda gosið?

Sumir segja að það sé fátt sem toppi eldgos þegar kemur að landslagsljósmyndun. Ég er alveg í þeim hópi og þegar fregnir bárust af eldgosi í bakgarði höfuðborgarsvæðisins fór um mig fiðringur og á sunnudag gekk ég að gosstöðvunum og naut þar náttúrundurs sem ég mun seint gleyma.

Séð yfir gíginn í Geldingadal. (Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson)

Það eru eflaust margir Fókusfélagar sem hugsa sér gott til glóðarinnar (í orðsins fyllstu merkingu) og vilja gera sér ferð að gosstöðvunum eins og þúsundir Íslendinga hafa þegar gert.

Lesa áfram „Ætlar þú að mynda gosið?“

Canon RF 600/11 og RF 800/11

Snæfellsjökull í baksýn. Canon RF 800mm f/11 IS, ISO 400

Það er miðvikudagskvöldið 3. mars 2021 þegar þessi pistill er ritaður. Jörð hristist á suðvesturhorninu og fréttamenn bíða spenntir eftir að hoppa upp í þyrlur til þess að sjá fyrstu ummerki væntanlegs eldgos á Reykjanesi. Því er ekki seinna vænna en að klára þessa umfjöllun um tvær af nýjustu linsum Canon. Stórundarlegum og nýstárlegum linsum sem hafa aldrei sést áður frá neinum framleiðanda, en þær munu vera Canon RF 600mm f/11 IS STM og Canon RF 800mm f/11 IS STM. Ég nefni þær í samhengi við eldsumbrot því þetta eru óvenjulega langar linsur sem geta fangað landslag úr gríðarlegri fjarlægð, og það á verði sem flestir ættu að ráða við.

Lesa áfram „Canon RF 600/11 og RF 800/11“