Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur

Nokkur ráð fyrir byrjendur og lengra komna

Ég byrjaði að taka myndir á Canon-vél í apríl 2022. Í september sama ár hafði ég tekið yfir 10.000 myndir.  Með þessum hraða, án reglulegrar grisjunar, fylli ég 2 TB disk á um fjórum árum, eða þrjá slíka ef ég er með tvöfalt afrit eins og margir mæla með.

Lesa áfram „Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur“

Sjö góð ráð fyrir haustlitina

Nú þegar haustið nálgast tekur náttúran á sig einstakan blæ þar sem sterkir litir í gróðrinum taka yfir. Sólarupprás og sólsetur eru á skikkanlegum tíma og ekki nauðsynlegt að rífa sig upp fyrir allar aldir eða vaka fram á nótt til þess að komast í fallega birtu. 

Hér er farið yfir nokkur atriði sem vonandi geta nýst við að undirbúa haustlitaljósmyndaferðina sem best og kveikt einhverjar hugmyndir. 

Lesa áfram „Sjö góð ráð fyrir haustlitina“

Ætlar þú að mynda gosið?

Sumir segja að það sé fátt sem toppi eldgos þegar kemur að landslagsljósmyndun. Ég er alveg í þeim hópi og þegar fregnir bárust af eldgosi í bakgarði höfuðborgarsvæðisins fór um mig fiðringur og á sunnudag gekk ég að gosstöðvunum og naut þar náttúrundurs sem ég mun seint gleyma.

Séð yfir gíginn í Geldingadal. (Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson)

Það eru eflaust margir Fókusfélagar sem hugsa sér gott til glóðarinnar (í orðsins fyllstu merkingu) og vilja gera sér ferð að gosstöðvunum eins og þúsundir Íslendinga hafa þegar gert.

Lesa áfram „Ætlar þú að mynda gosið?“