Sýning Fókus 2026

Fókus – félagi áhugaljósmyndara hefur verið boðið til samstarfs við Ljósmyndasafn Reykjavíkur með sýningar í SKOTINU allt árið 2026.

Alls verða þetta sjö sýningar með mismunandi þemu. Sýnendur verða fjörutíu og sex og hver sýning stendur í sex vikur.

Þemu sýninganna eru:
● Hreyfing
● Landslag
● Vetrarmyndir
● Abstrakt
● Götumyndir
● Svart-hvítt
● Vatn

Félagið er afar stolt af að hafa fengið þetta boð og hlakkar mjög til samstarfsins.

Undirbúningsvinna fyrir fyrstu sýninguna, prentun mynda, gerð kynningarefnis o.fl., er nú á lokametrunum.

Opnun fyrstu sýningar er föstudaginn 9. janúar kl. 16.00-18.00

Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá og fagna með okkur.

Sýningarnefnd Fókus 2026

Haustferð 2025

Að þessu sinni var haustferð félagsins farin á Snæfellsnes. Félagar í ferðinni voru 26 og er þetta mögulega fjölmennasta ferð félagsins. Það ber vitni um uppgang félagsins með líklega mesta fjölda virkra félaga og var hópurinn skemmtileg blanda fólks með ólíkan félagsaldur.

Lesa áfram „Haustferð 2025“

Síðustu viðburðir starfsársins

Mánudagskvöldið 19. maí fór síðasti kvöldfundur starfsársins fram. Þar voru sýndar myndir nokkurra félaga frá vorferðinni og farið yfir þá viðburði sem fram undan eru.

Líkt og hefð er fyrir verða kvöldrölt flest þriðjudagskvöld í júní. Reyndar lendir 17. júní á þriðjudegi þannig að það verður ekki kvöldrölt þá, en í staðinn er stefnt að Jónsmessunæturferð í kringum 20. júní. Að auki er stefnt á dagsferð 24. eða 25. maí, allt eftir veðri.

Nánari upplýsingar um þessar ferðir berast félögum í tölvupósti á allra næstu dögum.

Stjórn Fókus þakkar fyrir sérlega skemmtilegt starfsár og hlakkar til þess næsta!

Vorferð í Skaftafellssýslur

Anna Soffía í ferðanefndinni sendi okkur eftirfarandi pistil um vorferð Fókus 2025:

Vorferð Fókus var að þessu sinni 4 daga ferð í Skaftafellssýslur. Áhugi á ferðinni reyndist mikið meiri en ferðanefnd hafði gert ráð fyrir og lentum því í vandræðum með gistingu, auk þess sem ljóst var að 16 manna bíll Einars Vals var of lítill til að rúma þá sem vildu fara. Því var pallbíl Önnu Soffíu bætt við ferðina, bæði til að tryggja að allur farangur kæmist með en færi samt vel um allar græjutöskur og ljósmyndaverkfæri og til að tryggja að allir kæmust með inn í Núpsstaðaskóg sem var aðal áfangastaður ferðarinnar.

Lesa áfram „Vorferð í Skaftafellssýslur“

Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika

Í þessari viku voru haldnir tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar fyrir félaga í Fókus. Mánudagskvöldið 24. mars kom Morten Rygaard, heimsþekktur tónleika- og portrettljósmyndari til okkar og sagði okkur frá verkum sínum og vinnu. Þriðjudagskvöldið 25. mars kom síðan meistari Spessi og sagði okkur frá ferli sínum og nálgun í listrænni ljósmyndun.

Lesa áfram „Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika“