Nú er Fókus – félag áhugaljósmyndara að komast aftur í gírinn eftir gott sumarfrí. Fyrsti viðburður haustsins verður (upphitunar)streymi á Facebook síðunni okkar og hefst það kl 20.00, þriðjudaginn 8. september. Arngrímur formaður mun hefja fundinn með nokkrum orðum varðandi vetrardagskrána og í kjölfarið munu Kiddi, Guðjón Ottó og Ragnhildur rýna í og jafnvel vinna nokkrar innsendar ljósmyndir frá félögum.
Facebook-síðu Fókus finnur þú hér:
https://www.facebook.com/groups/fokusfelag/