Það var eitthvað sérstaklega hátíðlegt við það að þrettán félagar í Fókus hófu árlegt jólarölt á Norðlingaholti: þrettán ljósmyndararnir, hver með sitt skap, sína linsu og sína skoðun á því hvort betra væri að klæða sig eins og í fjallgöngu eða til göngu á rauða dreglinum í Cannes. Hópnum var skipt í bíla og svo ekið af stað stundvíslega kl. 12:10 yfir heiðina. Á leiðinni skiptist fólk á sögum og vangaveltum um stillingar á myndavélum í skammdeginu. Ekki var annað að sjá en að allir væru í góðu skapi — og að Gunna væri á nýju skónum. Enginn vissi hvernig dagurinn færi en eitt var víst að alltaf verður ákaflega gaman þá er fókusfélagar hittast.
Lesa áfram „Jólarölt Fókus – Selfoss“Tag: fókus
Sýning Fókus 2026
Fókus – félagi áhugaljósmyndara hefur verið boðið til samstarfs við Ljósmyndasafn Reykjavíkur með sýningar í SKOTINU allt árið 2026.
Alls verða þetta sjö sýningar með mismunandi þemu. Sýnendur verða fjörutíu og sex og hver sýning stendur í sex vikur.
Þemu sýninganna eru:
● Hreyfing
● Landslag
● Vetrarmyndir
● Abstrakt
● Götumyndir
● Svart-hvítt
● Vatn
Félagið er afar stolt af að hafa fengið þetta boð og hlakkar mjög til samstarfsins.
Undirbúningsvinna fyrir fyrstu sýninguna, prentun mynda, gerð kynningarefnis o.fl., er nú á lokametrunum.
Opnun fyrstu sýningar er föstudaginn 9. janúar kl. 16.00-18.00
Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá og fagna með okkur.
Sýningarnefnd Fókus 2026
Svarthvítt myndvinnslukvöld
Fyrsti kvöldfundur ársins var haldinn þriðjudaginn 28. janúar. 31 félagi mætti til að fylgjast með og taka þátt í svarthvítri myndvinnslu.
Lesa áfram „Svarthvítt myndvinnslukvöld“