Samsýningar Fókus

Einn af föstum liðum í starfi Fókus eru samsýningar sem hafa verið með ýmsu móti í gegnum árin, ávalt með góðu starfi sýningarnefnda á hverjum tíma.

Árið 2026 er Fókus í góðu samstarfi við Borgarsögusafn með sýningar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu

Föstudaginn 9. janúar 2026 kl. 16.00 opnar fyrsta sýning Fókus í Skotinu. Við hvetjum alla Fókusfélaga að koma og gleðjast með sýnendum.

Sýnendur á þessari fyrstu sýningu eru Dagþór Haraldsson, Geir Gunnlaugsson, Ólafur Magnús Håkansson, Ósk Ebenesersdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Þorsteinn Friðriksson

Sýningar Fókus í Skotinu árið 2026 eru þessar:

Hreyfing 9. jan. –22. febr.
Landslag 27. febr. –12. apríl
Vetrarmyndir 17. apríl –31. maí
Abstrakt 5. júní –19. júlí
Götumyndir 24. júlí –13. sept.
Svart-hvítt 18. sept. –1. nóv.
Vatn 6. nóv. –31. des.

Áður hefur fókus staðið fyrir samsýningum. Allar ábendingar, viðbætur og leiðréttingar eru vel þegnar um yfirlitið hér að neðan.

2002 „Lífið í Fókus“ Listamiðstöðin Straumi
2004 Ráðhús Reykjavíkur
2006 Ráðhús Reykjavíkur
2007 „Mannlíf í Fókus“ Ráðhús Reykjavíkur
2008 „Rautt í Fókus“ Smáralind
2008 „Fyrir og eftir í Fókus“ Ráðhús Reykjavíkur
2010 „Veður í Fókus“ Norræna Húsið
2010 „Þingvellir í Fókus“ Ráðhús Reykjavíkur
2011 „Þingvellir í Fókus“ Þingvöllum
2011 „Málshættir í fókus“ Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
2012 „Hafið í Fókus“ Sjóminjasafnið
2013 „Hafið í Fókus“ Northen Light inn hótelinu í Svartsengi.
2014 „Borgarljóð í Fókus“ Borgarbókasafnið Tryggvagötu
2015 „Mynstur í Fókus“ – í Perlunni
2016. Sýning á skjá í Bláu húsunum Geirsgötu á Menningarnótt
2017 „Ljós og skuggar“ Listasal Mosfellsbæjar
2020 „Fólk í Fókus“ Borgarbókasafn Menningarhús Spönginni
2021 Engin sýning vegna COVID-19
2022 „Landslag“ Ráðhús Reykjavíkur
2023 „Mynstur náttúrunnar“ Borgarbókasafn Menningarhús Spöngin
2024 „Einu sinni var“ Borgarbókasafn Menningarhús Spöngin
2025 „Andstæður“ Gallerý Grótta. Eiðistorgi Seltjarnesi.
2026 Í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn