Nú er þorrinn er genginn í garð og í fylgd hans hefðbundið veðurfar. Veðurfar sem á það til að virka letjandi á það að fara út fyrir dyr með græjurnar. Því hefur verið haldið fram að það sé samasem merki á milli vonds veðurs og góðra ljósmynda. Ekki er víst að það passi í öllum tilvikum – en í vondum veðrum er hægt að negla skemmtilega dramatískar myndir. Áskorun vikunnar er „Veður“ og vonandi verður það hvatning til þess að félagar drífi sig út og myndi þorraveðrið.
Vikuáskorun vikuna 13. – 20.1.
![](http://fokusfelag.is/wp-content/uploads/2022/01/49512985702_6c3b72d853_o-scaled.jpg)