Netfundur Fókus á TEAMS þriðjudaginn 13. apríl kl. 20:00 til 21:30
Fundurinn er að þessu sinni aðeins fyrir félaga í Fókus
Hallfríður Ingimundardóttir segir okkur í máli og myndum frá því hvernig hún hefur þróast sem ljósmyndari frá því hún kom í félagið okkar fyrir nokkrum árum og til dagsins í dag. Spennandi verður að heyra hvernig hún hefur getað nýtt sér jafningjafræðslu og aðra starfsemi í félaginu til að komast á þann stað sem hún er í dag, sem frábær ljósmyndari.
Anna Soffía Óskarsdóttir ætlar að segja frá áhugaverðum ljósmyndastöðum og sýnir okkur myndir samhliða, Anna Soffía er mikill náttúruunnandi og lengi búin að vera virk í félaginu. Anna hefur verið óspar við að miðla af sinni þekkingu sem einn af okkar allra fróðustu félögum um landið og náttúru þess. Anna ætlar að spjalla um hvernig hún sér fyrir sér staði og mótíf og hvernig megi virkja náttúruna í samhengi ljósmyndunar.
Ragnhildur Finnbjörnsdóttir stjórnarmeðlimur mun taka spjallið með þeim Hallfríði og Önnu.
Um leið skorum við á ykkur sem heima sitjið að vera ófeimin við að taka spjallið með þeim.
Kær kveðja, Fókus
Linkurinn á TEAMS er í tölvupósti sem ætti að hafa borist í gær.