Sony eye af vandamál - hættur að skilja
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Ég er með Sony A7R III sem hefur alltaf neglt eye AF 100% en núna virkar það illa. Það lýsir sér þannig ég nota sérstakan takka til að finna augu innan í því focus svæði sem er skilgreint (Wide, zone, flexible spot o.s.frv) og ef ég held honum niðri hefur vélin fundið auga og elt það þó viðfangsefnið gangi um eða álíka. Núna finnur hún augað og heldur fókus þar í eina sek og skiptir þá yfir í face detection og rammar inn allt andlitið. Það kom út firmware fyrir nokkru sem breytti hegðun eye-af nokkuð en allt sem ég hef lesið nefnir ekki þetta ákveðna vandamál. Er einhver með vél úr A7 seríu sem er að lenda í veseni með Eye - AF?
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 20
- Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:42 am
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
ég er með A7III, og eftir uppfærslu, skánaði eye auto focus til muna á Sony linsonum sem ég nota en af sama skapi versnaði hann á Sigma linsonum sem ég nota.
Síðast breytt af BaldurE á Sun Jan 26, 2020 10:27 pm, breytt samtals 1 sinni.
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Hard reset á vélinni lagaði þetta, neglir augun nánast alltaf núna 
