Veðurspáin lofar mjög góðu og því er fátt til fyrirstöðu að taka þátt og hafa gaman af. Reynum eitthvað nýtt, reynum að finna nýjan vinkil á súluna sem hefur verið ljósmynduð í bak og fyrir. Klisjurnar eru auðvitað velkomnar, en þá er um að gera að vanda sig þeim mun meira

Sigurvegari keppninnar hlýtur í verðlaun Canon Messenger MS10 myndavélatösku í boði Origo / Canon á Íslandi LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - HRAÐKEPPNI 9-11. OKTÓBER 2020
Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:
ÞEMA: FRIÐARSÚLAN
Helstu atriði:
- Hægt verður að senda inn mynd í keppnina til kl 12.00 sunnudaginn 11. október
- Kosning hefst sunnudagskvöld 11. október
- Kosningu lýkur kl 18.00 mánudaginn 12. október og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
- Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
- Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
- Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né opinberlega annarsstaðar, t.d. Facebook & Instagram
- Ljósmynd skal senda með tölvupósti á netfangið keppni@fokusfelag.is.
- Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd
- Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
- Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
- Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.