Heil og sæl öll Fókusfélagar
Set hér inn örstutta kveðju í tilefni endurkomu minnar í félagið.
Ég gekk í félagið síðla árs 2003, eftir upprifjunarnámskeið hjá Pálma Guðmundssyni og ákvörðun um að fara að sinna betur ljósmyndaþrá minni í kjölfar kaupa á minni fyrstu starfrænu myndavál, Canon EOS 10D.
Einhver ykkar kannast því væntanlega við mig, en nýrri félagar þekkja líklegast lítt eða ekkert til mín.
Ég starfaði í félaginu um nokkurra ára skeið, eða fram undir síðustu aldamót. Þá fannst mér ég ekki eiga samleið lengur með félaginu og þeim áherslum sem þá voru uppi varðandi starf félagsins og þann brag sem var þar á.
Eftir það hef ég verið einfari í minni ljósmyndun.
Ég hef þó alltaf fylgst með starfi félagsins, og reyndar var mér í nokkur skipti boðið að mæta á fundi í félaginu með fyrirlestra um ljósmyndatengd viðfangsefni.
Sú mynd sem ég hef af Fókusfélagi dagsins er allt önnur og umtalsvert betri og áhugaverðari en var þegar ég kvaddi félagið á sínum tíma. Í ljósi þess og þar sem ég er kominn á eftirlaun og hef rýmri tíma til að sinna áhugamálinu, þá tók ég ákvörðun um að skrá mig aftur í félagið, og vonast til að eiga ánægjulega samferð með ykkur.
Til að bæta við þessa kynningu, þá set ég hér inn slóð sem vísar á ljósmyndasíðu sem ég er að móta. Þar er ég að reyna að endurspegla að einhverju mín 20 ár í stafrænni ljósmyndun.
Hér er hlekkurinn:
https://pallgudjonsson.zenfoliosite.com/home