Sumir staðir eru þannig að myndir verða einhvernvegin yfirþyrmandi - ég hef eiginlega tvennar vangaveltur sem mér þætti gaman að fá skoðanir á.
Hvernig tekst maður á við að mynda svona stað þannnig að einhverskonqr yfirsýn fáist - eða er ekkert hægt að gera það og reyna að einangra bara einn bita i einu?
Hvernir getur maður unnið svona myndir þannig að það náist eitthvert akkeri fyrir athyglina
Þetta er mynd úr Núpssstaðarskógum
Þegar umhverfið er yfirþyrmandi - hvað getur maður gert?
Reglur:
Þetta er svæði er ætlað sem vettvangur fyrir þá sem vilja raunverulega gagnrýni á sínar myndir. „Flott mynd“ er ekki gott dæmi um gagnrýni. Segjum það sem okkur raunverulega finnst, þó á kurteisan og uppbyggilegan máta.
Þetta er svæði er ætlað sem vettvangur fyrir þá sem vilja raunverulega gagnrýni á sínar myndir. „Flott mynd“ er ekki gott dæmi um gagnrýni. Segjum það sem okkur raunverulega finnst, þó á kurteisan og uppbyggilegan máta.
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Við þessar aðstæður er vonlaust að ná einhverri góðri teikningu út úr umhverfinu því lýsingin er yfirþyrmandi og flöt, þetta er ekta dæmi um þar sem ljósið skiptir öllu máli, ef himinn hefði ekki verið svona yfirlýstur og einhverjir sólargeislar væru hér og skuggar annarsstaðar þá fengist meiri dýpt í umhverfið og þar af leiðandi betri tilfinning fyrir skala. Ég myndi prófa að undirlýsa myndina aðeins og reyna að varpa ljósinu á ákveðna staði t.d. með vignettum.
Annars langar mig að sýna ykkur svolítið sem vinur minn og Fókusfélagi Oscar Bjarna sendi mér um daginn í prívat spjalli, hér er mynd sem er tekin á nákvæmlega sama staðnum á sama tíma, þó með 10 mínútna millibili. Þarna eru skýin á ferð og ótrúlegt hvað birtan breytti miklu.
Annars langar mig að sýna ykkur svolítið sem vinur minn og Fókusfélagi Oscar Bjarna sendi mér um daginn í prívat spjalli, hér er mynd sem er tekin á nákvæmlega sama staðnum á sama tíma, þó með 10 mínútna millibili. Þarna eru skýin á ferð og ótrúlegt hvað birtan breytti miklu.
- Anna_Soffia
- Fókusfélagi
- Póstar: 115
- Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm
Takk fyrir þetta.kiddi skrifaði: ↑Fös Sep 24, 2021 9:29 amVið þessar aðstæður er vonlaust að ná einhverri góðri teikningu út úr umhverfinu því lýsingin er yfirþyrmandi og flöt, þetta er ekta dæmi um þar sem ljósið skiptir öllu máli, ef himinn hefði ekki verið svona yfirlýstur og einhverjir sólargeislar væru hér og skuggar annarsstaðar þá fengist meiri dýpt í umhverfið og þar af leiðandi betri tilfinning fyrir skala. Ég myndi prófa að undirlýsa myndina aðeins og reyna að varpa ljósinu á ákveðna staði t.d. með vignettum.
Annars langar mig að sýna ykkur svolítið sem vinur minn og Fókusfélagi Oscar Bjarna sendi mér um daginn í prívat spjalli, hér er mynd sem er tekin á nákvæmlega sama staðnum á sama tíma, þó með 10 mínútna millibili. Þarna eru skýin á ferð og ótrúlegt hvað birtan breytti miklu.
demo.jpg
Þetta var tekið um miðjan dag í sterku sólkskini beint upp í gilin
Prófa að leika mér meira með þær - var aðeins að reyna að auka birtuna í ákveðna hluti en ætla að prófa að undirlýsa aðeins. Er þetta eitthvað í áttina?
Myndidrnar frá Óskari eru alveg einstaklega lýsandi fyrir breytingar i birtunni
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Ég held að markmiðið ætti ekki að vera með allt jafn bjart og fallegt allsstaðar heldur einmitt öfugt, að draga fram þann part myndarinnar sem gefur mesta myndbyggingu. Það væri gaman að fá RAW skrá hjá þér af annarri hvorri myndinni svo ég geti reynt að koma þessu áleiðis sem ég er að reyna að segja (Gætir sent á kiddi (hjá) augnablik.is með WeTransfer)
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Ég tók smá snúning á þessu eins og ég hefði sennilega unnið þetta, ég hefði reyndar eytt töluvert meiri tíma í að maska út himininn uppi þar sem hann mætir klettunum. En aðal málið hjá mér var að reyna að búa til leiðandi línu frá neðra vinstra horni og upp í hægra hornið, ég vona að það hafi skilað sér, allavega finnst mér þetta geggjað þegar ég skoða á stórum skjá
- Anna_Soffia
- Fókusfélagi
- Póstar: 115
- Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm
Takk Kiddi.kiddi skrifaði: ↑Fös Sep 24, 2021 1:11 pmÉg held að markmiðið ætti ekki að vera með allt jafn bjart og fallegt allsstaðar heldur einmitt öfugt, að draga fram þann part myndarinnar sem gefur mesta myndbyggingu. Það væri gaman að fá RAW skrá hjá þér af annarri hvorri myndinni svo ég geti reynt að koma þessu áleiðis sem ég er að reyna að segja (Gætir sent á kiddi (hjá) augnablik.is með WeTransfer)
Þetta munar miklu. Ég má greinilega verða grimmari að draga niður ljósið í hlutum myndar til að draga betur fram það sem leiðir augað.
Ég held ég hafi lært alveg slatta af þessu